Stórneltan frá Kálfanesi á Ströndum er mögnuð lækningajurt

Eins og mörgum er kunnugt um býr Kálfanes á Ströndum yfir miklum töfrum, jafnvel göldrum, ef út í það er farið. Færri vita að þar vex mjög dýrmæt plöntutegund, svokölluð stórnetla sem lítur út eins og dökkur blettur í landslaginu. Ég kýs að kalla hana græna gullið af mörgum ástæðum en aðallega þó þeirri að oft er sagt um netluna að hún sé jurtin sem bæti næstum allt.

IMG 3257Stórnetlunar á Kálfanesi (Urtica dioeca) er getið í heimildum frá 18. öld og talið að rót hennar hefði lækingarmátt gegn brjóstveiki, hósta og hryglu. Ólafur Olavius, Eggert og Bjarni minnast á jurtina í ritum sínum. Vísindi dagsins hafa sannað það og gott betur því netlan geymir mjög hátt hlutfall blaðgrænu og er því uppfull af járni og steinefnum. Hún þykir frábær fyrir þá sem eru að fást við þrótt- og blóðleysi en líka þá sem kljást við astma, frjóofnæmi og allskyns ofnæmi. Gæslukona stórnetlunnar á Kálfanesi, Ragnheiður Harpa Guðmundsdóttir, sem nú er í óða önn að færa netluna nær almenningi upplýsti mig m.a. um að faðir hennar sem stundum þjáist vegna þvagsýrugigtar fái sjaldnar gigtarköst sé hann duglegur að drekka te af netlunni. Ragnheiður sagði einnig að dætur hennar og tengdadóttir (sem allar eru með börn á brjósti núna) hafi góða reynslu af því að drekka seyði af netlunni sem auki brjóstamjólkina. Hún einfaldlega svínvirki. Ragnheiður hefur undanfarið starfað með Matís sem hefur mælt stórnetluna hennar með mikla og körftuga virkni og næringu. Hún vex jú við íslenskt tíðarfar sem gerir hana sérlega kröftuga. Það eru frábær tíðindi. Það var því okkur bæði mikill heiður og ánægja þegar Ragnheiður Harpa hafði samband við okkur í Systrasamlaginu um að selja og gera tilraunir með Kálfanesnetluna.


Bla?berja netluþeytingurRANNSÓKNIR Á NETLUNNI
 Mjög margar fræðilegar greinar hafa verið birtar um netluna á vefnum www.sciencdirect.com. Þar segir m.a. að hún innihaldi hátt hlutfall af blaðgrænu, C-vítamín, and-histmín, acetyl choline steinefni, þar á meðal járn, kalk og kísil sem allt sé mjög auðupptakanlegt. Ef við köfum aðeins dýpra er gjarnan sagt um hana í erlendum heilsuritum að ef fólk þekkti eiginleika netlunnar sem lækningajurtarinnar væru vísast allir garðar fullir af netlurunnum. Að þessu sögu er líka fullyrt að netlan sé vanmetnasta lækningajurt veraldar, jurt sem litið hefur verið framhjá allt of lengi. En öll jurtin, hvort sem er stilkurinn, blöðin, ræturnar eða blómin, býr yfir miklum lækningamætti. Þó eru til heimildir um að Grikkir til forna hafi notað neltu til hreinsunnar líkamans því hún er bæði þvagræsandi og örvar meltinguna.

Það er líka áhugavert að geta þess að í einni af erlendu greinunum lýsir margra barna móðir því hvernig hún læknaðist af sífelldum höfuðverk og exemi með því einu að drekka einn bolla af netlutei daglega. Þetta stafar sennilega af því að netlan er blóðhreinsandi og þannig hreinsast exemið innan frá. En rannsóknir hafa einmitt sýnt að netlan er mest blóðhreinsandi jurt sem fyrirfinnst og hreinsi að auki briskirtilinn. Þá er líka vitað að neysla á netlu lækkar blóðsykur. Brenninetla er líka bólgueyðandi og þar sem hún vinnur á þvagfærasýkingum fari langbest á því að neyta hennar fyrst á morgnanna eða fyrir fyrstu máltíð dagsins. Mælt er með að fólk drekki bolla á dag í mánuð í senn tvisvar á ári. Það framkalli mikla orku enda þekkt hressingalyf. Stórnetlan er sannkölluð ofurjurt.

DAVID WOLFE & LOUIS CURVAN
Svo margt gott hlýst af því að neyta netlu að það er nær ógerningur að telja það allt upp. En til að gera langa sögu stutta er hún að auki talin vinna á ennis- og kinnholubólgum, nefkvefi, margskonar húðvandamálum, hárlosi, nýrnasteinum, slitgigt, blóðnösum og magablæðingu, röskun á innkirtlastarfsemi, of of háum magasýrum, niðurgangi, blóðsótt, lungnavandmálum og jafnvel sögð hægja á öldrun. Og þar sem netlan er blóðhreinsandi kemur hún einnig að góðum notum til þess að græða sár. Netla hefur líka reynst góð við eymslum í vöðvum og vöðvaverkjum.

Margir kannast við David Wolfe, sem kemur gjarnan til Íslands og heldur vinsæla fyrirlestra. Í viðtali við Kevin Gianni mærði Wolfe gæði netlunnar og benti á að hún væri ekki bara rík af kalki heldur líka kísil. Til frekari fróðleiks má geta þess að franski vísindamaðurinn Loius Curvan, sem í tvígang hefur verið tilnefndur til Nóbelsverðlaunanna, hefur skrifað fimm bækur um samspil kalks og kísils, sem finnst í svo miklum mæli í netlunni. En þar sem Curvan skrifar á frönsku hafa bækur hans ekki náð til enskumælandi lesenda nema að litlu leyti.

NOTKUN Á NETLU
Seyði: Setjið 1 msk af brenninetlulaufum í ½ lítra af vatni. Látið standa í 30 mínútur áður en þið drekkið. 

Bað: Brenninetla þykir sérlega góð gegn þursabiti og öðum eymslum í skrokknum. Setjið mikið magn af jurtinni í kalt vatn og geymið yfir nótt. Sjóðið “bruggið” ásamt jurtunum og setjið svo í baðkarið. Látið húðina drekka í sig jurtirnar eins og lengi og þið viljið. Einnig frábært að nota í fótabað.

NETLUTÓNIK
Hér uppskrift af netlutóniki frá Ragnheiði Hörpu netlubónda sem gott er að taka inn yfir veturinn:

1 hluti lífrænt appelsínuhýði
4 hlutar mulin þurrkuð netla
4 hlutar þurrkaðar og saxaðar apríkósur
Lífrænu rauðvíni hellt yfir. Gæta þarf þess að vínið hylji ávexti vel en netlan og aprikósurnar drekka í sig vökvann.
Færið í krukku sem hægt er að loka vel og látið standa í 3 vikur. Velt eða hrist daglega.
Að þremur vikum liðnum eru ávextir og netla sigtuð frá í gegnum spýrupoka og vökvinn undinn vel úr ávöxtum og netlu.
Sett á dökkar glerflöskur. Geymt á svölum stað.
Daglegur skammtur:1 msk 2svar á dag fyrir fullorðna 2x á dag. Börn yfir 8 ára: 1 tsk 2x á dag

Helstu heimildir:

www.sciencedirect.com

http://healthmad.com/alternative/eight-health-benefits-of-stinging-nettle/

 

 


10 heitustu heilsustraumar ársins 2016

Það hefur sjaldan verið áhugaverðara en nú að vera meðvitaður um strauma og stefnur í heilsumálum. Þar gerast hlutirnir. Okkur systrum, þ.e. mér og Jóhönnu, sem er hinn helmingur Systrasamlagsins, finnst fátt skemmtilegra en að rýna í heilsukristalskúluna og spá í árið og jafnvel árin framundan.
Hér eru 10 heilsustraumar og -stefnur sem við teljum að muni ná flugi árið 2016. Góða skemmtun.

1. Jógasamfélög og ennþá meiri hugleiðsla og djamm

Jo?ga ferðaHvert ár hefur sinn topp og á síðasta ári má segja að jóga hafi risið hátt og ekkert bendir til annars en að bæði endurnærandi, mjúkt og/eða orkujóga, heitt eða kalt, og allt þar á milli muni blómstra sem aldrei fyrr. Nú liggur í loftinu að svokölluð jógasamfélög nái sérstöku flugi, þ.e. jógastöðvar með öllu því góða sem því fylgir; hugleiðslu, tónheilun, möntrusöng, slökun, allskyns námskeiðum og já, djammi líka. Nokkur framúrskarandi jógasamfélög hafa þegar fest sig í sessi hér á landi. Má þar nefna Jógasetrið, Yogavin, Yogashala, Jógastúdíó, Ljósheima og Sólir. Þangað fer fólk ekki bara til að næra líkama og anda heldur hvert annað langt út fyrir veggi jógastöðvanna. Utan þeirra hittist fólk sem borðar hollan mat saman, fer saman að fljóta, gengur um hálendið og ferðast jafnvel til útlanda.

2. Samflot

Talandi um að fljóta saman þá er það deginum ljósara að Samflot, þ.e. að fljóta saman í sundlaugum landsins og í heitum uppsprettum með þar til gerðri Flothettu og fótafloti mun aldrei verða vinsælla en nú, árið 2016. Það getum við fullyrt því Flothettan varð ein af vinsælustu jólagjöfum ársins. Hitt vitum við líka að mergjaðar rannsóknir eru nú í gangi á floti, að vísu í svokölluðum flottönkum, sem hafa gefið mjög sterkar vísbendingar um að það vinni m.a. með undraverðum hætti á gömlum áföllum. Um það birtist lærð grein í tímartinu Time nýverið og ég skrifaði m.a. um hér. Þótt einkaflot í heitum pottum undir stjörnubjörtum himni sé líka himneskt þá er eitthvað sérstakt við þá samstillingu sem myndast við það að fljóta saman.

3. Þetta snýst líka allt um heilann ekki rassinn!

Til allrar hamingju snýst hreyfing ekki lengur um það að verða mjó/r. Um leið og þið náið að ýta frá ykkur öllum hugmyndum um að breytast í eitthvað mjótt og glæsilegt (sem gæti þó vissulega verið hliðarverkun, sérstaklega glæsileikinn) og farið að ástunda það sem kveikir mest í ykkur, komist þið fljótt að því að þetta snýst alllt um andlegu hliðina. Raunar hafa þegar margir kveikt á perunni. Þetta kemur heim og saman við það sem við settum fram á síðasta ári um að heitasti líkaminn árið 2015 er þinn líkami. Það var m.a. Lena Dunham leikstjóri, rithöfundur og femínsti sem sagði á árinu að hreyfing snerist alls ekki um kjólastærðir heldur vellíðan og hvernig okkur líður í hausnum. Fyrir þá sem ekki vita er Lena Dunham áhrifamikill listamaður sem við deilum okkar hugmyndum með. Við spáðum því að góð líðan yrði fallegasta “lookið” 2015. Það verður ennþá heitara 2016.

4. Lífrænar olíur og líkamsviska

Þetta lætur kannski ekki mikið yfir sér en ömmur okkar margra (og langömmur sumra) notuðust gjarnan við hreinar olíur og jurtir til að þvo sér í framan á kvöldin. Til þess að hreinsa burt óhreinindi dagsins og farðann (ef þær notuðu hann). Nú hafa nokkur snyrtivörufyrirtæki tekið hefðir formæðra okkar sér til fyrirmyndar, einkum þau sem eru að framleiða úr lífrænu hráefni. Svo lítur dæmið þá út; þú hreinsar andlitið upp úr lífrænni olíu, ef til vill með jurtum í, með hringlaga litlum hreyfingum, frá hálsi upp á enni. Nuddið skapar hita sem opnar húðina og hreinsar óhreinar svitaholur. Í lokin er andlitið þvegið með heitu vatni. Það að olía valdi bólum og útbrotum er mýta sem sköpuð var í snyrtivöruheiminum og á sér enga stoð. Í dag er góð olía notuð í nánast allt; tekin inn, borin á kroppinn, sett í hárið, notuð sem tannkrem og til að "púlla eða hreinsa munn, kok og tennur. Hrein og lífræn gæða olía á sviðið 2016. Shiva Rea aktivísti og einn þekktasti jógakennari heims sagði í viðtali nýverið ekkert betra en olíu fyrir liðleika, langlífi, sjálfsþekkingu og líkamsvisku. Líkamsviska gæti orðið eitt af orðum ársins 2016!!

5. Ofurjurtir skáka ofurfæðu

Ofurjurtir eru vissulega byrjaðar að kikka inn, sérstaklega hjá okkur í Systrasamlaginu sem höfum fengið að kynnast mögnuðum kostum þeirra m.a. í gegnum kínversku alþýðulæknisfræðina og indversku lífsvísindin, Ayurveda. En þær eru ekki bara vinsælar “á Nesinu” heldur hafa sálfræðingar og líka þeir sem fást við húðfegrun út í hinum stóra heimi séð hvað þær hafa fram að færa. Þessar ofurjurtir eru m.a. jurtir sem vinna gegn streitu og jafnvel kvíða, svokallaðar adaptógen jurtir sem eru jafnframt lausar við aukaverkanir. Nú er svo komið að allt frá þekktum sálfræðingum til vitra húðsnyrtivörufyrirtækja nota adaptógena óspart. M.a. hefur Dr. Frank Lipman ávísað adaptógenum í stað lyfja í nokkur ár með góðum árangri. Það er enda þekkt að adaptógenar skilar sér þangað sem þörfin er mest. “Engin fæða, ekki einu sinni ofurfæða, gefur sama kraft”, segir Dr. Lipman. Hér er átt við jurtir á borð við ashwagandha, scisandra, burnirót, gingeng ofl. Þetta er líka til marks um að ofurfæðan er á undanhaldi, alltént sú ofurfæða sem getur raskað visterfinu. En mikið hefur verið rætt og ritað um að eftirspurn eftir ofurfæðu hafi hækkað verð svo mikið að heimamenn í fátækrari löndum geti ekki notið þeirra lengur. Annað gildir um ofurjurtirnar sem mun auðveldara er að eiga við og ennþá kraftmeiri. Heilbrigð skynsemi er að komast að.

6. Heimilið nýi griðarstaðurinn!

“Sleep is the new sex”. Þetta segja trendsetterarnir og margir fóru mikinn um mikilvægi góðs svefns árinu. Síðan hefur því verið bætt við að að hugleiðsla sé nýja nuddið. Nú hafa mörg hótel víða kveikt á perunni og bjóða ferðamönnum notalegri griðarstaði en áður. Í takt við nýja tíma. Betri rúm, jógadýnur, hugleiðsluaðstöðu, góða líkamsrækt og hreinar snyrtivörur. Og brátt getur ekkert hótel sem gefur sig út fyrir að vera fansí annað en líka boðið upp á lífrænt heilsufæði, helst beint frá býli. En þar sem fæstir hafa efni á svona hótelum verður trendið að búa til sitt eigið hótel, sem er heima. Með jógadýnum og fylgihlutum, góðum ilmi og nærandi umhverfi. Í það minnsta að hver fjölskylda eigi sinn kyrrláta griðarstað á eigin heimili. Nú þegar margir hafa verið að hreinsa til í sálinni, er næsta skref að hreinsa til og fegra heimilið og gera það notalegara. Svo að sálin fái sitt rými.

7. Þú ert það sem þú drekkur!

Í dag er það ekki lengur hvað þú berð á þig eða borðar, heldur hvað þú drekkur.  Þó er vatnsdrykkja ofmetin. Og raunar hafa fornu vísindin alltaf lagt upp upp með að við drekkum vökva, heita eða kalda, með jurtum og olíum í, þ.e. te eða aðra góða elexíra. Nú hefur það verið tekið upp á næsta level þannig að te, djúsar, súpur og þeytingar eru að verða enn innihaldsríkari en áður. Þar munu ofurjurtinar sannarlega koma við sögu. Ef þið hafið tekið á ykkur rögg og drukkið vel af þeytingum, djúsum, súpum og tei í nokkra daga (og lífrænt kaffi er jafnvel ekki út í kuldanum lengur) hafið þið væntanlega fengið smjörþefinn af því að ekkert krem kemst með tærnar þar sem bráðholl vökvadrykkja er með hælanna. Við ljómum. Við erum að tala um drykki með meltingargerlum, söltum, ofurjurtum (adaptógenum),túrmerki, fjallagrösum, engifer, sinki, andoxunarefnum. Það jafnast ekkert á við það. Beint í æð.

8. Jóga og heilsufæðis ferðamennska!

ferðamennskaRis og hnig allskyns heilsustefna og -strauma að undanförnu hafa þó komið mörgu góðu til leiðar. Á því herrans ári 2016 verður sem aldrei fyrr boðið upp á heilsuferðamennsku. Ferðamennsku sem byggir á jóga, hugleiðslu og slökun og síðast en ekki síst frábærri fæðu, líka að hætti sælkera. Svokölluð jóga retreat hafa verið afar vinsæl að undanförnu en eru nú að færast nær almenningi sem í auknum mæli vill nota fríið til þess að næla sér endurhleðslu af bestu gerð. En það er alger óþarfi að svelta sig því þeim fer fjölgandi sem bjóða upp á næringarríka lífræna fæðu sem skákar flestu. Hér erum við að tala um þá sem fá mat beint frá býli, með Ayurveda pælingum, makróbíótik, grænmetisfæði, vegan eða hráfæði, jafnvel vökvaföstu fyrir þá sem vilja. Allt klæðskerasniðið að þínum þörfum. Við spáum því að jógaendurhleðsla og það að vera zenaður í stórborg í kjölfarið verði heitast. Á Íslandi er framtíðarsýnin nákvæmlega sú sama t.d. jógaendurhleðsla, þarabað og flot á Reykhólum og jafnvel sigling út í Breiðafjarðareyjarnar líka. Við köllum alltént eftir magnaðri upplifun af þessu tagi á Íslandi líka.

9 Frumkvöðlamódelið að breytast?

Hin síðustu ár hefur orðið sprenging í frumkvöðlum hér á landi sem og erlendis. Þúsundir hafa flykkst úr bílskúrnum inn á skrifstofu með “milljón dollara” hugmyndir. Draumur frumkvöðlanna hefur ætíð verið sá að verða uppgötvaðir af fjárfestum með fulla vasa fjár og endalausa trú á draumnum – líkt og þeir væru að vinna heimsmeistaratitil í fótbolta. En hvað svo? Þú verður atvinnurekandi. Gætir hafa fengið til liðs við þig fólk sem deilir með þér draumum, en eftir smá tíma snýst allt um peninga sem eru “sirka bát” aðaldrævið í viðskiptamódeli samtímans. En því miður fer þetta módel á endanum í taugarnar á mörgum sem tapa sýninni. Nýjar hugmyndir óskast!!

10. Tónheilun og nærandi myndlist

Síðastliðið haust fór að bera mikið á því hér á landi að tónar væru notaðar til dýpkunnar á jógaiðkun. Sannarlega forn siður sem allnokkrir jógarkennrarar hafa boðið upp á hér á landi. Einkum varð Gongið áberandi. Við erum jú öll hljómur eða tíðni, eins og alheimurinn og sagt er að Gongið endurspegli það best. Nú eru í gangi viðmiklar rannsóknir á andlegum og sálfræðilegum áhrifum á svokölluðu “Mind Travel” og “Sound Bath” sem á vaxandi vinsældum að fagna í Bandaríkjunum. Það er ekki síst vegna að þess að nýverið birtist í NY Times viðtal við Dr. Helen Lavretsky sem starfar hjá Semel stofnuninni við UCLA, en sú stofnun sérhæfir sig í taugarannsóknum og mannlegri hegðun. Hún segir rannsóknir benda til þess að þetta tvennt (Sound Bath & Mind Travel) kalli fram djúpa andlega og sálræna hvíld, sem styrkir sefkerfið og dregur úr streitu. Leggið við hlustir þegar þið heyrið minnst á viðburði sem nefnast Sound Bath og Mind Travel á næstunni. Og það snýst ekki bara um tónlist heldur nærandi myndlist líka.

Innblástur var m.a. fengin af Time, NY Times, Mindbodygreen, Huffington post, Guardian, Yoga Journal, en umfram allt úr íslenskum samtíma.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband